29.11.1939
Neðri deild: 71. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 336 í C-deild Alþingistíðinda. (3266)

137. mál, alþýðutryggingar

Flm. (Helgi Jónasson):

Það er satt, að Landsbankinn er tryggður samkv. l. frá 1928. Allir sjá, að iðgjöld til lífeyrissjóðs eru tekin í þeim tilgangi, sem áður er greint. Ég álit, að ef undanþága þessi hefði verið veitt, gætu önnur félög, bæjarfélög og einstaklingsfyrirtæki, tekið sig saman og myndað sérstakan lífeyrissjóð, og þá væri þetta tapað fé fyrir lífeyrissjóð Íslands.