05.04.1939
Neðri deild: 37. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 180 í B-deild Alþingistíðinda. (329)

70. mál, lendingarbætur á Eyrarbakka

*Bjarni Bjarnason:

Hæstv. forseta þótti ekki taka því að yfirgefa forsetastólinn til að mæla fyrir þessu frv. Í lögunum um lendingarbætur á Eyrarbakka er þannig gengið frá, að um allar þær framkvæmdir, er ráðizt verður í í sambandi við höfnina, hefir sýslunefnd aðalframkvæmdina. Án þess að ég viti, hvers vegna þannig var gengið frá lögunum á sínum tíma, þá er augljóst. að það er mjög óþægilegt fyrir hreppinn, að hreppsnefndin skuli ekki ráða þessum málum, og það, sem við, er flytjum frv., förum fram á, er, að hreppsnefndin verði aðalframkvæmandi um framkvæmd lendingarbóta á Eyrarbakka, í stal sýslunefndar.

Ég vil mælast til, að frv. verði, að umr. lokinni, vísað til sjútvn., og leyfi mér að óska, að hv. sjútvn. flýti fyrir málinu.