03.01.1940
Efri deild: 100. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 361 í C-deild Alþingistíðinda. (3315)

144. mál, eyðing svartbaks og hrafns

*Páll Zóphóníasson:

Eftir því, sem ég man bezt, var samþ. hér á þinginu áskorun til ríkisstj. um að láta endurskoða fuglafriðunarlögin. Eftir því, sem ég veit bezt, hefir þessi endurskoðun komizt það langt, að drög til hennar liggja hjá Bjarna Sæmundssyni til athugunar, og svo er ætlunin, að þau fari til náttúrufriðunarnefndar, sem til mun vera. Ég vil leyfa mér að spyrja hæstv. ríkisstj. að því, hvort ekki sé meiningin, að þessi friðunarl. komi fyrir næsta Alþingi. Ef svo er, vil ég leggja til, að þessum málum verði vísað til ríkisstj. og málið komi svo til næsta Alþingis sem einn liður í fuglafriðunarlögunum. Ég vil sem sagt gera það að till. minni, að þessu máli verði vísað til ríkisstj.