21.04.1939
Sameinað þing: 7. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1 í D-deild Alþingistíðinda. (3413)

63. mál, tímareikningur

Skúli Guðmundsson:

það getur verið að benda mætti á eitthvað, sem mæli með, að þessi breyt. sé gerð á klukkunni yfir sumartímann, en ég get ekki komið auga á. að það hafi mikla þýðingu. Ég vil aðeins benda á eitt atriði í þessu sambandi. Mér bárust fyrir nokkru upplýsingar frá forstjóra veðurstofunnar um, að þetta gæti haft örðugleika í för með sér fyrir þá þjónustu, sem hann hefir á hendi. Vegna sambands við erlendar veðurstofur getur veðurstofan ekki breytt um tíma veðurathugana og útsendingu nema að litlu leyti, þó að klukkunni sé flýtt. Yrðu því veðurfregnir birtar síðar á degi,miðað við hina flýttu klukku, og álítur forstjóri veðurstofunnar, að það kynni að koma sér verr fyrir ýmsa, sem veðurfregnir vilja nota.

Ennfremur bendir hann á, að veðurskeytaflutningur grípi á annan hátt inn í starf sínu og útvarps en nú, ef klukkunni verður fljótt, og geti það haft í för með sér aukaútgjöld fyrir veðurstofuna, þó að hann geri ekki ráð fyrir, að það muni miklu.

Í grg. þessarar till. er það fært fram, að með því að flýta klukkunni gefist mönnum kostur á að njóta sólar lengur en verið hefir. Ég fæ ekki annað séð en allur þorri manna geti jafnt notið sólar, þó að klukkunni sé ekki breytt, með því að fara heldur fyrr á fætur, miðað við klukku, á sumrum en á vetrum. Það getur verið, að í ýmsum stofnunum, þar sem ákveðinn vinnutími er, gæti þetta að einhverju leyti átt við, en vafalaust gætu margar stofnanir sér að meinalitlu breytt um starfstíma sinn án þess að breyt. væri gerð á klukkunni.