21.04.1939
Sameinað þing: 7. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 4 í D-deild Alþingistíðinda. (3417)

63. mál, tímareikningur

*Flm. (Jóhann Jósefsson) :

Það má vel vera að þessi breyt. á klukkunni geti orðið til þess í einstaka tilfelli að valda eftirvinnu, en ég tel ekki. að hér sé um svo stórt atriði að ræða, að slíkt geti komið til með að valda neinum úrslitum, — atriði, sem eigi að hamla því, að verkamenn og börn fái möguleika til þess að njóta sólar og dags betur en nú er hægt.

Það er rétt, að heimild er til í lögum fyrir stj. að gera þetta, en þar sem sú heimild hefir ekki verið notuð síðan 1917 virðist ekki nema rétt, að Alþingi láti í ljós vilja sinn um þetta nú.