25.04.1939
Sameinað þing: 10. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í D-deild Alþingistíðinda. (3466)

90. mál, ríkisábyrgð á láni fyrir Ólafsfjarðarhrepp

*Flm. (Bernharð Stefánsson):

Ég skal nú ekki tefja umræður. En þessi till. fer fram á, að Ólafsfjarðarhreppi sé veitt ábyrgð — eða heimilað að veita honum ríkisábyrgð á 50 þús. kr. láni til þess að byggja raforkuver.

Ég ætla ekki að ræða um þessa þáltill. meiru, en aðeins benda á, að hæstv. Alþ. samþ. það 1936 að veita ríkisstj. heimild til þess að láta í té samskonar ríkisábyrgð og hér er farið fram á. Ég vona því, að enginn hv. þm. hafi neitt á móti því, að samskonar heimild verði nú endurnýjuð sem þá var samþ.