25.04.1939
Sameinað þing: 10. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 83 í D-deild Alþingistíðinda. (3545)

81. mál, vantraust á ríkisstjórninni, þingrof og kosningar

*Þorsteinn Briem:

Herra forseti! Ég hefi áður sýnt það hér á hæstv. Alþ., að ég er því mótfallinn, að borin verði fram vantrauststill., sem fyrirsjáanlega er tilgangslaus, og það því fremur, sem ríkisstj. er nýskipuð og ekki enn um það vitað, hvernig hún framkvæmir þá starfsskrá, sem hún hefir sett sér. Ég tel, að stjórnin eigi rétt á að sýna sig, ekki einungis andlitin, heldur og verkin. Ég tel mig ekki marka afstöðu mína til ríkisstj. að öðru leyti en því, að ég ann henni alls réttlætis.

Með skírskotun til þess, sem ég hefi áður sagt hér á hæstv. Alþ. fyrir hönd Bændafl., munum við greiða atkv. á móti þessari vantrauststill. kommúnistanna.