20.03.1939
Efri deild: 20. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í D-deild Alþingistíðinda. (3608)

32. mál, samgöngur við Austfirði

*Árni Jónsson:

Ég hefi ekkert við ræðu hv. 1. flm. að bæta, en sú till., sem hér hefir komið fram, er tilefni þess, að ég stóð upp. Það er síður en svo, að ég ætli að fara að hleypa neinu kappi í málið nú, enda erum við flm. alls ekki óánægðir með það, að till. þessi verði samþ. og málinu frestað og vísað til athugunar til samgmn., ekki sízt af því, að n. er þannig skipuð, að við verðum fyrirfram að vænta hinnar mestu velvildar af hennar hálfu í garð þessa máls. Við flm. fellum okkur því vel við það, að umr. verði frestað og málinu vísað til samgmn. til athugunar.