21.04.1939
Efri deild: 45. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 185 í B-deild Alþingistíðinda. (364)

71. mál, Varmahlíð í Skagafirði

*Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Landbn. Ed. er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt. Hún gerir ráð fyrir, að þessi heimild verði yfirleitt ekki notuð, nema þörf sé á, og að skólastj. muni ekki leggja í kostnað við að taka meira lán en þarf.

Ég vil taka það fram, að í Nd. hefir slæðzt inn í frv. slæm prentvilla, í 2. gr. Þar er vitnað í lög nr. 61 14. nóv. 1937, en á að vera 1917. Við töldum, að ekki þyrfti að gera brtt. um þetta, heldur yrði það lagað í málsmeðferðinni.