25.04.1939
Efri deild: 50. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 187 í B-deild Alþingistíðinda. (383)

76. mál, verzlun med tilbúinn áburð og kjarnfóður

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti!

Landbn. hefir haldið fund um þetta mál, en allir nm. voru ekki viðstaddir, og hefir því einn nm., hv. 10. landsk., óbundið atkv. um málið.

Þetta frv. er fram komið eftir ósk búnaðarþings, en búnaðarþing tók málið upp vegna þess, að víða að af landinu komu kvartanir um, að síldarmjöl, sem bændur hafa fengið til fóðurs, hefir reynzt misjafnt. Og þó að það standi á því „l. fl.“ og það sé keypt sem 1. fl. vara, þá hafa efnarannsóknir sýnt, að það er oft langt frá því, að það sé 1. flokks vara. Þess vegna er það krafa bænda, að þeir fái meiri tryggingu fyrir því en þeir nú hafa, að þeir fái gott fóður, þegar þeir kaupa síldarmjöl, sem selt er sem 1. fl. mjöl.

Landbn. Nd. hefir svo fundið þessa lausn á málinu, sem í frv. er farið fram á. En samtímis því, sem hún hefir tekið síldarmjölið til þess að gera svofelld ákvæði um það, hefir hún líka gert í frv. ráð fyrir samskonar ákvæðum viðvíkjandi fiskimjöli. En eftir því, sem ég hefi komizt næst, er óframkvæmanlegt að ákveða í l. slíkt mat og flokkun á fiskimjöli. Þess vegna höfum við tveir í landbn. þessarar hv. d. lagt til, að fiskimjölið verði ekki látið heyra undir þessi ákvæði, þannig að orðin „og fiskimjöl“ í a-lið og e-lið 1. gr. falli burt.

Um síldarmjölið er það að segja, að ég geri ráð fyrir, að efnagreiningar á því megi framkvæma í síldarverksmiðjunum, eins og gert hefir verið, þó að ég hinsvegar geri ráð fyrir því, að fleiri efnagreiningar þurfi að gera á síldarmjölinu en þar eru nú gerðar, til þess að gera mjölið að „standard“-vöru, sem öll sé jafngóð, með sama merki.

Ég er ekki — og kannske enginn hér í hv. þd. — dómbær um það, hvort teknískur möguleiki er til þess að tryggja á þann hátt, að fiskimjölið verði fullkomlega jafngóð vara. En ég held, að það sé hægt með síldarmjölið, og í því trausti hefir landbn. mælt með samþykkt þessa frv. En þó svo kynni nú að fara, að þetta, sem í frv. er gert ráð fyrir, reyndist framkvæmanlegt, þá hefir annað eins komið fyrir. og það, að breytt sé l. frá þinginu, og mætti þá líka breyta þessu, ef reynslan sýndi aðra leið heppilegri til að ná öryggi fyrir gæðum og jöfnum gæðum síldarmjöls, sem selt er undir sama merki.

En við hv. á. landsk. (ÞÞ) leggjum eindregið til, að frv. verði samþ. með breytingu okkar.