25.04.1939
Neðri deild: 52. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 189 í B-deild Alþingistíðinda. (394)

76. mál, verzlun med tilbúinn áburð og kjarnfóður

*Frsm. (Jón Pálmason) :

Ég er algerlega mótfallinn því að þessu máli verði frestað. Undanfarið hefir komið í ljós, að það síldarmjöl, sem komið hefir frá verksmiðjunum, hefir verið mjög gallað, og hefir verið almenn óánægja með það meðal bænda landsins. Ég vil því eindregið mælast til þess, að gengið verði til atkv. og frv. samþ.