09.03.1939
Neðri deild: 16. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í B-deild Alþingistíðinda. (41)

7. mál, skuldaskilasjóður vélbátaeigenda

*Sigurður Kristjánsson:

Eins og hv. frsm. meiri hl. tók fram, er frv. þetta til staðfestingar bráðabirgðal., er hæstv. ríkisstj. gaf út milli þinga. Till. um að mæla með frv. var reyndar felld í sjútvn. með jöfnum atkv. Nú sé ég af þskj. 31, að nál. er komið frá svokölluðum meiri hl. Sá nefndarmaður, sem mætti ekki á fyrrgreindum fundi, hefir skrifað þar undir álitið með hinum tveimur, svo að það er rétt, að þetta er orðinn meiri hl. n.

Tildrög þessa máls eru þau, að á öndverðu síðastl. ári féll hæstaréttardómur um það, að menn, sem stæðu í sameiginlegum ábyrgðum fyrir samvinnufélög, skyldu vera greiðsluskyldir á sama hátt og aðrir skuldunautar kreppulánasjóðs. Þetta kom víst á óvart þeim, sem þarna áttu hlut að máli, því að þeir höfðu víst litið svo á, að þeir væru ekki greiðsluskyldir. Og af því að dómur féll þar með á Samvinnufélag Ísfirðinga, kom málið fljótlega inn í þingið. Okkur var vel kunnugt um, að samið hafði verið frv. sama efnis og þetta og að það var á sveimi utan þingsins. En með því að málið þótti ekki vinsældarlegt, var ekki talið líklegt, að það næði samþykki þingsins í þessu formi. En við 3. umr. fjárl. smeygði hæstv. fjmrh. inn heimild fyrir fiskveiðasjóð Íslands til að verja 90 þús. kr. úr skuldaskilasjóði til að ná samningum um skuldir meðlima samvinnufélaganna. Þessar 90 þús. kr. voru að vísu ekki til í sjóðnum, en til var lánsheimild, sem nota mátti til að afla þessa fjár.

Ég ætla ekki að fjölyrða um þetta frv. eða tildrög þess. En ég og fleiri mótmæltum því þá þegar, að þetta yrði gert. Fyrst og fremst mótmæltum við þeirri aðferð, að smeygja inn í fjárl. á síðustu stundu atriði, sem hafði mikla þýðingu fyrir ríkissjóð. Þetta hefir tíðkazt nokkuð nú upp á síðkastið; til dæmis kom á síðasta þingi mjög sakleysisleg till. um heimild fyrir ríkissjóð til þess að selja strandferðaskip og kaupa í staðinn mótorskip. Þetta leiddi til þess, að ríkissjóður lætur byggja skip fyrir 1,6 millj. kr. á þessum tímum gjaldeyrisvandræðanna, og er sú ráðstöfun eingöngu byggð á þessari óljósu heimild í fjárl. Verður að mótmæla því, að þessar aðfarir séu við hafðar.

Um réttmæti þess að verja þessum 90 þús. kr. til líknar ábyrgðarmönnum samvinnufélaganna fór ég allýtarlegum orðum á síðasta þingi. og hirði ég ekki að endurtaka þau hér. En á síðasta þingi benti ég á, að þetta væri óframkvæmanlegt nema með l. Ég spurði hæstv. ráðh., hvort hann ætlaðist til, að þetta yrði framkvæmt öðruvísi en með l., en hann gaf loðin svör. En ég hélt því fram, að ekki væri hægt að neyða kröfuhafa til að ganga inn á þessa samninga nema með l. Og þá er komið að hlut, sem allmjög hefir tíðkazt hér að undanförnu, að stj. bíður þess, að þingi sé slitið, til þess að geta gefið út bráðabirgðal. um hluti, sem ekki þykja vinsælir eða líklegir til að ná samþykki þingsins. Þetta var gert, þegar skipt var um stj. á síldarverksmiðjunum. Og spá mín er sú, að hæstv. ráðh. hafi einnig ætlað frá upphafi að geta út bráðabirgðal. um þetta efni.

Ég skal ekki arðlengja þetta. Við hv. þm. Ak. höfum lagt til, að frv. þetta verði fellt. Svo verða hv. þm. að skera úr með atkv. sínum um þetta mál. Vitanlegt er, að þetta var frá upphafi ætlað til endurgjalds við Alþfl. fyrir stuðning hans við stj. Mér sýnist sá stuðningur hvorki hafa verið svo mikilsverður frá þjóðhagslegu sjónarmiði, að fyrir hann sé fórnandi svona miklum hlut, né heldur tel ég, að ríkinu eigi að blæða fyrir slíkt. En eins og ég tók fram áðan, verða hv. þm. að skera úr því með atkv. sínum, hvort þeir telja þennan stuðning hæfilega greiddan með því að samþ. þetta frv.