27.03.1939
Efri deild: 25. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 200 í B-deild Alþingistíðinda. (441)

50. mál, útvarpsrekstur ríkisins

*Frsm. (Jónas Jónsson):

Menntmn. hefir athugað þetta frv. og komizt að þeirri niðurstöðu, að þau rök, sem fram eru færð í grg. frv., séu rétt og eðlileg, eins og á stendur, og það séu breyttar kringumstæður síðan ákveðið var að hafa 7 menn í ráðinu, sem kosnir voru með tvöfaldri kosningu. Nm. þótti það ekki tilvinnandi, að lagt væri út í nýjar kosningar með því sniði, sem þá var. Þeim þótti nægilegt, að hafa 5 menn í ráðinu, sem væru kosnir af Alþ. Það getur vel verið, að sumum finnist, að það ætti að kjósa í þessa nefnd eins og kosið er í þingmannanefnd eftir hverjar kosningar. Um það getur varla orðið deila í þinginu. En niðurstaðan varð nú samt sú, að n. hefir lagt til að hafa 3 ára tímabil.

Ég geri svo ekki ráð fyrir að orðlengja um frv., nema sérstök ástæða komi fram. Það þarf að hraða þessu máli, því tímabil nokkurra útvarpsráðsmanna er útrunnið. Það er því æskilegt, að frv. geti komizt sem fyrst gegnum Alþ.