03.04.1939
Efri deild: 31. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í B-deild Alþingistíðinda. (470)

53. mál, síldartunnur

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Herra forseti! Þar sem hv. frsm. er fjarverandi, finnst mér viðkunnanlegra að segja nokkur orð um frv. N. er, eins og sjá má af nál. 109, sammála um að leggja til, að það verði samþ. óbreytt. Það er kunnugt, að einn nm. er meðflm. að frv., og er með frv. ýtarleg grg. fyrir nauðsyn málsins. Tveir aðrir nm. hafa og komizt að þeirri niðurstöðu, að hér sé um nauðsynjamál að ræða. Ég tel ekki þörf á að fara út í einstakar gr. frv., en vil vísa til grg.