30.03.1939
Neðri deild: 30. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í B-deild Alþingistíðinda. (513)

42. mál, útsvör

*Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

Ég óskaði þess, er mál þetta var hér til umr. síðast, að því yrði frestað, svo að allshn. gæti athugað brtt. á þskj. 105 frá hv. 7. landsk. Nú kemur í ljós, að þessi till. fer raunar ekki fram á neina breytingu á því, sem frv. sjálft gerir ráð fyrir, að sama skuli gilda fyrir skip, sem leggur upp afla sinn utan heimilissveitar, og einstaklinga í útsvari. En þó telur n. ekki rétt, að gengið sé inn á þá braut. sem brtt. á þskj. 105 ætlast til, og leggur því n. til, að brtt. verði felld.

Ég sé, að líka er komin fram brtt. frá hv. þm. A.-Húnv. á þskj. l07, þar sem bann vill að vísu orða brtt. á þskj. 105 á annan veg, en mér virðist innihaldið vera hið sama. Býst ég því við, að n. myndi einnig leggja á móti því, að sú till. yrði samþ.