30.03.1939
Neðri deild: 30. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í B-deild Alþingistíðinda. (514)

42. mál, útsvör

*Jón Pálmason:

Mér virðist brtt. á þskj. 105, frá hv. 7. landsk., ganga of langt í því að gera það fyrir álagningu á menn utan heimilissveitar, svo að ég flyt brtt. á þskj. 107, sem heimilar aðeins að leggja útsvar á mann utan heimilissveitar hans, ef hann hefir þar aðaltekjur sínar. Ég vil með þessu koma í veg fyrir, að menn fari að telja sig til heimilis í öðru sveitarfélagi en þar sem þeir dvelja, til þess að komast á þann hátt léttar frá útsvarsgreiðslu. .Annars er þessi brtt. mín svo ljós, að ég sé ekki ástæðu til að fara um hana fleiri orðum.