30.03.1939
Neðri deild: 30. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í B-deild Alþingistíðinda. (515)

42. mál, útsvör

*Frsm. (Sveinbjörn Högnason) :

Ég vil aðeins benda á það, af því að það kom ekki fram í ræðu hv. flm að till. á þskj. 107, þm. A.-Húnv., að aðalatriði till. felst í l. eins og þau eru nú, svo að breytingin er ekki önnur en sú, sem felst í því, sem kemur á eftir orðinu „eða“ í brtt. En eins og ég hefi áður tekið fram, lítur allshn. ekki svo á að rétt sé að rýmka þetta meira en orðið er, og vill því ekki mæla með þessari viðbót.