30.03.1939
Neðri deild: 30. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 218 í B-deild Alþingistíðinda. (520)

42. mál, útsvör

*Frsm. (Sveinbjörn Högnason) :

Hv. þm. A.Húnv. talaði um, að brtt. sín ætti að jafna mismun eða misrétti í útsvarsgreiðslum ýmissa staða. En ég vil benda honum á ákvæði 12. gr. útsvarslaganna: „Ef útsvör verða talin hlutfalisleg, hærri, svo að nemi 10% eða meira, í heimilissveit gjaldþegns en atvinnusveit, og útsvörum á að skipta milli þeirra, skal draga frá þeim hluta útsvarsins, er gjalda skal atvinnusveit, þá upphæð, sem ætla má, að aðili mundi minna hafa goldið, ef hann hefði átt heima í atvinnusveit, enda skal heimilissveit hans endurgjalda honum þá upphæð. Með samsvarandi hætti skal bæta við þann hluta, er greiða skal atvinnusveit, ef útsvör þar verða talin hlutfallslega hærri, svo að 10% eða meira nemi en í heimilissveit, end, greiði þá heimilissveit það. sem á vantar“.

Eins og hér kemur fram, skal tekið tillit til mismunandi hárra útsvara-„skala“ á báðum stöðunum og mismunur bættur upp. Ef aðiljar eiga nú að fara að greiða útsvar á stöðum, þar sem þeir hafa ekki heimilisfasta atvinnu, er það mjög óþægilegt í framkvæmd, því að lögin eru byggð á því, að útsvör séu greidd eftir framtali í heimilissveit. Þá þyrfti að telja fram á báðum stöðum eða mörgum stöðum, og ég held það sé illmögulegt að fá út úr því í öllum tilfellum nokkurt vit eða sanngirni, þegar raskað er framtalsgrundvelli, sem miðast við heimilissveit. Þá held ég, að núverandi fyrirkomulag sé æði þægilegra og komi réttlátara niður.