21.04.1939
Efri deild: 45. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 228 í B-deild Alþingistíðinda. (545)

42. mál, útsvör

*Magnús Jónsson:

Ég vil segja þetta út af orðum hv. l. þm. N.-M. (PZ): Ef við eigum að fara að samræma mörg frv., áður en þingi er frestað, þá er ég gróflega hræddur um, að ekki verði úr afgreiðslu, a. m. k. ekki í dag og á morgun. Ég býst frekar við, að ekki séu miklar líkur fyrir, að þetta mál í hv. Nd. nái fram að ganga svo fljótt. En þó að frv. væri afgr. sitt í hvoru lagi, hefir annað eins komið fyrir og enginn skaði skeður með því. Ég vildi mæla mjög eindregið með því, að málinu sé ekki frestað, eða fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann taki það ella aftur fyrir á fundi í tæka tíð til þess, að það geti fengið fram að ganga.