21.04.1939
Efri deild: 45. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 228 í B-deild Alþingistíðinda. (546)

42. mál, útsvör

*Bernharð Stefánsson:

Það er auðvitað forseta að ráða, hvort mál eru tekin af dagskrá, en venja mun vera að gera það, þegar frsm. n. hefir óskað, eins og hv. 2. þm. S.-M. hefir gert. Annars fæ ég ekki skilið áhuga hv. þm. fyrir að fá þetta frv. endilega afgr. áður en þingi er frestað. Lögin eru ekki eldri en frá 1936, og hér er verið með tvö frv. um breyt. á einstökum ákvæðum þeirra. Hvort þær breytingar ná fram í apríl eða október t. d., held ég geti ekki oltið á ákaflega miklu.

Ég held, eins og ég gat um við 2. umr. málsins,. að það séu fleiri atriði í útsvarslögunum og þýðingarmeiri, sem full þörf væri að taka til athugunar og endurskoða, sérstaklega í 8. gr. l. Mér er kunnugt um, að kveðnir hafa verið upp dómar um útsvarsskyldu manna eftir 8. gr. l., sem jafnvel leikmenn sjá að fara í bág við bókstaf l. og það, sem var meining löggjafans, þegar l. voru sett.

Eins og getið var um áðan, þá liggur annað frv. fyrir Nd. um breyt. á þessum sömu l. Mér finnst þess vegna, að það væri sú skynsamlegasta lausn á þessu máli, að hæstv. forseti tæki málið út af dagskrá og tæki það alls ekki á dagskrá fyrr en á framhaldsþinginu í haust, ef af þingfrestun verður. Það er vinnusparnaður að geta þá borið fram nauðsynlegar breyt. á útsvarslögunum sem brtt. við þetta frv., í stað þess að þurfa þá að bera fram nýtt frv. um útsvarslögin, sem þá ef til vill breytir þeim ákvæðum, sem sama þing er nýbúið að setja.

Ég vildi taka þetta fram, þótt ég á hinn bóginn játi, að umræður um það, hvað hæstv. forseti geri, eigi tæpast við, en aðrir hafa farið út í það, og þá vildi ég. að mitt sjónarmið kæmi þar einnig fram.