03.04.1939
Efri deild: 31. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í B-deild Alþingistíðinda. (57)

7. mál, skuldaskilasjóður vélbátaeigenda

*Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Þetta frv. er borið fram á Alþ. til staðfestingar á bráðabirgðal., sem voru gefin út 14. nóv. síðastl. Á síðasta Alþ. var samþ. að veita í fjárl. 90 þús. kr. af ónotaðri lánsheimild skuldaskilasjóðs til þess að greiða fyrir því, að ábyrgðarmenn í samvinnufélagi útgerðarmanna gætu komizt að sæmilegum kjörum um ábyrgðargreiðslur. Þegar til átti að taka og nota heimildina, kom í ljós, að nauðsynlegt var að láta þetta styðjast við lög, og atvmrh. gaf því út bráðabirgðal., og það sýndi sig, að þeirra var þörf, af því að áður en l. voru gefin út, varð enginn árangur af umleitunum um eftirgjafir fyrir þessa aðilja, en eftir að l. gengu í gildi, fóru samningar að ganga greiðara, því að þá lá ekki annað fyrir en að gera upp bú þessara manna, og með því móti gátu þessar ráðstafanir borið árangur.

Um frv. að öðru leyti er ekkert sérstakt að segja. Það eru tekin upp ákvæði úr skuldaskilasjóðslögunum, sem að vísu eru úr gildi fallin, og þessum lánveitingum á að haga eftir sömu reglum. Nd. samþ. frv. óbreytt, að því undanteknu, að frestur skuldaskilanefndar til að ljúka störfum sínum var framlengdur, því að enn eru félagar úr 2 félögum, sem ekki hafa fengið skuldaskil. Það getur farið svo, ef þarf að gripa til að gera upp bú þeirra, að frestur n. sé of stuttur. Þess vegna framlengdi hv. Nd. hann.

Sjútvn. hefir athugað frv. og leggur til, að það verði samþ.