22.04.1939
Efri deild: 46. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 235 í B-deild Alþingistíðinda. (576)

75. mál, ríkisborgararéttur

*Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Allshn. hér í Ed. hefir lagt til, að teknar verði til greina tvær umsóknir auk þeirra, sem eru í frv. Það stendur þannig á því, að þegar þetta mál var til meðferðar í hv. Nd., þá lágu fyrir nokkrar umsóknir um veitingu ríkisborgararéttar auk þeirra, sem hv. Nd. afgr. Meðal þeirra umsókna var umsókn frá Höskuldi Þórhalli Ladiger Þórhallssyni, tónlistarnema í Reykjavík, sem er fæddur í Þýzkalandi, en á íslenzkan föður. Sá ljóður var á þessari umsókn, þegar málið var til meðferðar í hv. Nd. að þennan umsækjanda vantaði hegningarvottorð frá Þýzkalandi, en þegar þetta frv. kom fyrir hv. Ed., var hegningarvottorð hans lagt fyrir Alþ., og þess vegna sýndist allshn. Ed. rétt að tak, umsókn hans til greina. Þessi maður er fluttur alfarinn hingað til föður sins, sem hér er búsettur, og í allshn. Ed. var enginn ágreiningur um að taka umsókn hans til greina.

Allshn. Ed. leggur einnig til, að Sigurði Sigurðssyni, nemanda í menntaskólanum í Reykjavík, sem á íslenzka foreldra, en er fæddur í Danmörku, verði veittur íslenzkur ríkisborgararéttur. N. fann ekkert athugavert við umsókn hans. og þótti því rétt að taka hana einnig til greina. Foreldrar þessa manns eru nú bæði búsett í Reykjavík, en hann er fæddur í Kaupmannahöfn.

Einnig bárust Alþ. nokkrar umsóknir um veitingu íslenzks ríkisborgararéttar, sem ekki hafa hlotið afgreiðslu í hv. Nd.

Allshn. Ed. var sammála allshn. Nd. um það, að ekki væri hægt að taka þær til greina, þótt að vísu vantaði ekki mikið á, að lögmætum skilyrðum væri fullnægt. Um margar af þessum umsóknum er það að segja, að aðeins vantaði 1–2 ár til þess að umsækjendur hefðu dvalið 10 ár hér á Íslandi, en allshn. bæði í Ed. og Nd. litu svo á, að ekki væri rétt að víkja frá því ákvæði, sem sett hefir verið í l. um skilyrði fyrir því að öðlast íslenzkan ríkisborgararétt. Þótt ef til vill væri í sumum tilfellum að ræða um menn, sem allshn. vildi fúslega veita íslenzkan ríkisborgararétt. taldi hún samt sjálfsagt, að þeir yrðu að bíða, þar til settum skilyrðum yrði fullnægt.

Á einni af þessum umsóknum er aðeins sá galli, að umsækjanda vantaði hegningarvottorð, sem er alltaf áskilið. að þurfi að fylgja slíkum umsóknum, og ég geri ráð fyrir, að því er þennan umsækjanda snertir, að mjög sennilegt sé, að hann geti öðlazt íslenzkan ríkisborgararétt á Alþ. í haust, ef hann getur uppfyllt þetta skilyrði. En ég býst ekki við, að hinir umsækjendurnir geti fengið íslenzkan ríkisborgararétt á síðari hluta þessa þings, því að aðeins einn þeirra hefir upptyllt 10 ára dvalarskilyrði hér á landi seint á þessu ári, og það getur hugsazt, að hann komi til greina í haust, en flesta hina vantar eitthvað á annað ár og allt upp í 2 ár til að hafa dvalið hér á landi í 10 ár.

Fyrir hönd allshn. vil ég geta þess, að ég sé enga ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta. Allshn. Ed. leit svo á, að það bæri að halda fast við þau skilyrði sem sett eru í 1. um þetta efni og ekki væri rétt að víkja frá þeim, þó að litlu munaði, að þau væru uppfyllt, og þótt það kunni að valda sumum þessum umsækjendum lítilsháttar óþæginda að fá ekki íslenzkan ríkisborgararétt. Að vísu þarf þetta frv. að fara aftur til Nd. vegna þeirra breyt., sem á því hafa verið gerðar hér í d., en ég held að það verði samt ekki til þess, að frv. fái ekki afgreiðslu á Alþ. áður en því verður frestað.