25.04.1939
Efri deild: 51. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 245 í B-deild Alþingistíðinda. (666)

89. mál, verðlag á vörum

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég verð að biðja d. afsökunar á því, að ég var ekki við, þegar 1. og 2. umr. fóru fram um málið. Það eru tvær breyt., sem farið er fram á með frv. þessu. Sú fyrri er á þá leið, að inn í 1. verði tekin heimild til að ákveða verðlag á vörum í umboðssölu. Hin breyt. er sú, að í stað þess, að nú er ákveðið í l., að ráðh. skuli að fengnum ákvörðunum verðlagsnefndar tilkynna þær lögreglustjóra til birtingar, þá skuli ráðh. sjálfur sjá um birtingu á þeim. Þetta er gert til þess að hafa þetta einfaldara í framkvæmdinni.

Um þessi ákvæði er enginn ágreiningur, hvorki í verðlagsnefnd eða ríkisstj. Ég skal taka það fram, að ég maldaði í móinn áðan við því, að málið færi til n. aðeins af því, að ég stóð í þeirri meiningu, að fundum ætti að ljúka hér í d. fyrir hádegi og mundi því verða of naumur tími til slíks.