25.04.1939
Efri deild: 50. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 251 í B-deild Alþingistíðinda. (689)

83. mál, mæðiveikin

Frsm. (Páll Zóphóníasson) :

Herra forseti! Þær brtt., sem liggja fyrir við l. nr. 45 frá síðasta þingi, eru fyrst og fremst brtt., sem stafa af breyttu viðhorfi. Í 2 brtt. er ofurlítil stefnubreyt.

1. brtt. er við 6. gr. l. og er um það, að færa megi aukavarðlínur til. Nú er svo komið, að sumar af þessum varðlínum eru óþarfar þar, sem þær nú eru, en annarra er aftur þörf. Þetta gildir um varðlínuna. sem var við Blöndu, að hennar er ekki þörf nema ofan til. Sama er að segja um varðlínurnar við Brúará og á Kili, að þær þurfi að færast til. Brtt. er um það að heimila að færa til aukavarðlínur, þar sem þess er þörf. Það er búizt við, að felld verði niður varðlínan við Blöndu að neðan og upp að vatnsskarðsgirðingu og við Brúará, en gert er ráð fyrir, að hún verði flutt meðfram Hvítá, svo að hún liggi upp í Hofsjökul á mörkum afrétta Biskupstungna og Hrunamannahrepps.

Einhver kostnaður verður við þessar framkvæmdir, en miklu ætti hann að vera minni en við hinar varðlínurnar, sem settar hafa verið upp á síðasta ári. Kostnaður við framkvæmdirnar ætti því að lækka að þessu leyti. Varðmönnum fækkar líka eitthvað við þetta.

2. brtt. er við 7. gr. Í henni er gert ráð fyrir, að settar verði upp girðingar, sem einstaklingar kostuðu, en fengju styrk til að setja þær upp. Það voru settar upp 3 slíkar girðingar í fyrra, fyrir Snæfellsnes, Reykjanes og svo Vatnsskarðsgirðingin. Brtt. fer fram á, að ef reynslan hefir sýnt, að engin veiki hefir komið upp á því svæði, sem takmarkast af girðingunni, árlangt, þá sé heimilt, að ríkið kosti vörzlu og viðhald á girðingunni, sem var áður á kostnað þeirra, sem hlut áttu að máli. Jafnframt því, sem þetta er tekið upp, þá er gert ráð fyrir, að þeir menn, sem þarna eiga hlut að máli og undanþegnir hafa verið 10 aura gjaldinu, greiði það nú. Það mun vega nokkuð upp á móti hinum aukna kostnaði, sem af því leiðir að taka við vörzlu með girðingunni.

3. brtt. er við 9. gr. l. þar sem ákveðið er, að þegar taka þarf land undir girðingar, þá skuli, þegar ágreiningur er um það, hvernig fara skuli með bætur fyrir landnám, fara fram mat á landinu og þær greiðast af viðkomandi sveitarsjóði.

4. brtt. er viðvíkjandi styrkveitingum. Þar er gert ráð fyrir, að styrkur til jarðabóta hækki, en það gangi aftur út yfir vegavinnuféð. Það er ekki ætlazt til, að heildarútgjöldin raskist neitt við þetta. Það á að ýta undir menn að vinna að umbótum á sinni eigin jörð frekar en sækja vegavinnu.

Þá er það nýtt í 5. brtt., að þar er gert ráð fyrir, að samhliða því, sem tekið er tillit til þess tekjumissis, sem menn hafa orðið fyrir, þá sé líka tekið tillit til annarra sjónarmiða eða afkomumöguleikanna að öðru leyti. Þetta er atriði. sem deilt hefir verið um frá því fyrst, að 1. voru sett.

Landbn. leggur til, að allar þessar brtt. verði samþ.