14.11.1939
Neðri deild: 59. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í B-deild Alþingistíðinda. (719)

100. mál, ferðir skipa

Frsm. (Sveinbjörn Högnason) ; Frv. þetta var gefið út sem bráðabirgðal. af ríkisstj. 20. okt. síðastl. vegna siglingahættu þeirrar, sem stafar af ófriðnum. Og það mun vera svo að segja shlj. l., sem gefin hafa verið út um samskonar efni á Norðurlöndum annarstaðar. Banna þessi l. að gefa upplýsingar um ferðir skipa, þegar þau eru hér við land.

Allshn. hefir athugað frv. og telur, að sjálfsagt sé, með það ástand fyrir augum, sem nú ríkir um siglingarnar, að frv. verði samþ.