09.11.1939
Neðri deild: 56. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 265 í B-deild Alþingistíðinda. (769)

96. mál, verðlag á vörum

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég tók það fram. að starfið í verðlagsn. hefir farið stórkostlega vaxandi síðan ófriðurinn brauzt út, og það hefir þar af leiðandi verið fjölgað starfsmönnum þar. Og formaður n., sem nú starfar hjá öðru fyrirtæki, mun hafa verið við starfið í verðlagsn. alveg eftir hádegi nú um skeið. Það má athuga, hvort hann getur ekki starfað að þessu enn meira. En á því, að hann starfi eingöngu að þessu, er sá hængur, að þetta er aðeins bráðabirgðaráðstöfun, að starf verðlagsn. sé svona mikið. Það getur orðið óþægilegt fyrir stofnunina, sem hann vinnur hjá. og líka fyrir hann að segja upp starfi sínu. En úr þessu mætti bæta með því að auka starfskrafta n. að öðru leyti. En ég hygg, að n. sé bráðum komin út úr því versta um annríkið, þannig að það muni kannske geta tekizt að halda starfi n. gangandi með þeim mannafla, sem n. hefir nú yfir að ráða. En að sjálfsögðu er rétt að taka það til athugunar, hvort störf hennar ganga nógu fljótt.