04.12.1939
Efri deild: 75. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 266 í B-deild Alþingistíðinda. (780)

96. mál, verðlag á vörum

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Frv. þetta er komið frá Nd. og er eitt af bráðabirgðalögum stjórnarinnar. Nefndin hefir haft frv. þetta til athugunar og hefir ekki talið ástæðu til þess að gera á því neinar breytingar. Leggur nefndin því til, að frv. verið samþ. óbreytt.

Nefndin gat að vísu látið sér detta í hug að bera fram ýmsar breytingar á frv., sem komið gætu til greina, en þar eð hún fékk vitneskju um. að ef til vill væri von á nýju frv., er fæli í sér þær breytingar, sem nefndin hafði hugsað sér, ákvað nefndin að mæla með því, að frv. yrði samþ. óbreytt, og bíða átekta um það, hvað síðar kynni að koma fram.

Ég tel svo ekki þörf á að fara fleiri orðum um frv. af hálfu nefndarinnar, en vænti þess, að frv. nái samþykki hv. deildar.