27.11.1939
Neðri deild: 69. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 289 í B-deild Alþingistíðinda. (797)

98. mál, verkamannabústaðir

Frsm. (Vilmundur Jónsson):

Allshn. hefir athugað frv. þetta og komið ásamt um að mæla með samþykkt þess, þó að gerðri lítilli breytingu, er felld verði inn í 1. gr. frv. og mæli svo fyrir, að 3. málsgr. 4. gr. laganna falli niður. Þykir það rökrétt, því að þessi málsgrein gerir beinlínis ráð fyrir því, að um fleiri en eitt félag geti verið að ræða á hverjum stað, sem hæpið er að fái staðizt, eftir að frv. þetta hefir verið samþ. En fái það staðizt, liggur í hlutarins eðli, að stjórn byggingarsjóðsins mundi ráða því, hvert félag skipti við sjóðinn, þar sem það er aðeins leyft einu félagi á hverjum stað.