27.12.1939
Neðri deild: 94. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í B-deild Alþingistíðinda. (935)

120. mál, stríðstryggingafélag skipshafna

Bergur Jónsson:

Ég vil aðeins benda á, að ekki má rugla saman 1. og 2. málsgr. 44. gr. þingskapa. 1. málsgr. er um það, hversu margir þm. d. þurfi að vera viðstaddir og taka þátt í atkvgr., til þess að ályktun sé lögmæt. 2. málsgr. er aftur á móti um það, hversu margir af þm. skuli taka þátt í atkvgr. Ég vona, að hæstv. forseti athugi þetta í sambandi við þetta frv., því að það getur haft alvarlegar afleiðingar, ef þetta frv. álízt ekki löglega samþ., og í öðru lagi er óhjákvæmilegt að fá fasta reglu, sem alltaf sé farið eftir um það, hvenær þingdeild er ályktunarfær.