27.12.1939
Neðri deild: 94. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í B-deild Alþingistíðinda. (936)

120. mál, stríðstryggingafélag skipshafna

Forseti (JörB) :

Út af þessum ummælum hv. þm. Barð. skal ég geta þess, að ég mun eiga tal við forseta um þessi atriði.

Viðvíkjandi afbrigðunum, þá er það alveg rétt, sem hv. þm. V.-Sk. tók fram, að ekki hefir verið unnt að framkvæma bókstaflega það atriði þingskapa, að fá leyfi ráðh. fyrir afbrigðum, því að eigi hefir ætíð verið unnt að ná í þá, og hefir þá verið látið við það sitja, að fá þá lögskyldu tölu þm. fyrir afbrigðunum, og ekki frekar um það fengizt, enda getur þingið í meðferð mála komið fram vilja sínum, því að afbrigðin fela aðeins í sér leyfi til að taka málið fyrir og eru því í því fólgin að flýta fyrir málinu, en þingið á eftir eigi að síður að ræða málið sjálft, og er því engan veginn hægt að leggja svo mikið upp úr þeim strangasta skilningi hvað þetta áhrærir.