27.12.1939
Neðri deild: 94. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í B-deild Alþingistíðinda. (938)

120. mál, stríðstryggingafélag skipshafna

Gísli Sveinsson:

Hv. þm. Barð. hlýtur að hafa tekið eftir, fyrst hann les nú þingsköp svo nákvæmlega, sem ekki hefir komið eins glöggt fram áður við ýmis tækifæri, að það eru alveg sömu skilyrði til, að ráðh. veiti afbrigði, eins og með tölu þm. Eftir ákvæðinu um leyfi ráðherra hefir ekki verið farið, enda getur verið, að svo standi á, að rétt sé að skáka þar til, þar sem það hefir ekki áhrif á úrslit málsins.