29.12.1939
Neðri deild: 96. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í B-deild Alþingistíðinda. (941)

120. mál, stríðstryggingafélag skipshafna

*Einar Olgeirsson:

Það er aðeins í sambandi við þetta, sem nú hefir verið gert, að greiða aftur atkvæði um frv. um stríðstryggingafélag íslenzkra skipshafna, sem ég vil segja nokkur orð viðvíkjandi atkvgr. um önnur mál hér í hv. d.

Eins og hæstv. forseta er kunnugt, var þetta mál afgr. á þeim sama fundi, sem fjögur frv. lágu fyrir til umr. Hv. 4. landsk. vakti þá athygli á því, að það mundi hafa verið mjög tæpt um, að það væri lögleg afgreiðsla að taka þau mál fyrir á þeim fundi. Og síðar vakti hv. þm. Barð. athygli á því, að samþykkt á þeim l., sem nú hefir verið endurtekin, væri mjög varhugaverð. Nú hefir hæstv. forseti látið endurtaka þessa atkvgr., til þess að ganga úr skugga um, að þetta frv. væri raunverulega gert að l.

Ég vil nú spyrja hæstv. forseta, hvernig það sé um hin málin, sem ég gat um og afbrigði voru veitt fyrir á áminnztum fundi til 1. umr. Það gilda í rann og veru um þær atkvgr. alveg sömu reglur, og það var jafnvel ennþá minni þátttaka í atkvgr. um þessi afbrigði heldur en samþykkt frv., sem nú var endurtekin samþykkt á. Ég vil þá spyrja um það, hvort hæstv. forseti hefði hugsað sér að láta endurtaka að einhverju leyti það, sem þá fór fram um atkvgr. um þessi afbrigði, til þess að vera öruggur um, að þessi l. frá þinginu séu gildandi. En þetta voru frv. um fræðslu barna, rannsóknarstofnun í þarfir atvinnuveganna, útvarpsrekstur ríkisins og fiskimálanefnd.