23.12.1939
Neðri deild: 91. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 394 í B-deild Alþingistíðinda. (963)

97. mál, hitaveita Reykjavíkur

*Fjmrh. (Jakob Möller) :

Út af fyrirvara í nál. og ummælum hv. 2. þm. Skagf. um brtt. við 3. umr. skal ég taka fram, að í Ed. gerði ég grein fyrir því, að þessi ábyrgð nær ekki til alls stofnkostnaðar við hitaveituna, heldur munu fyllilega 10% af honum vera þar fyrir utan. Samkv. upplýsingum frá bæjarverkfræðingi eru það um 1400 þús. kr., sem gert er ráð fyrir, að aflað verði öðruvísi til hitaveitunnar. Eftir því, sem málin hafa staðið til skamms tíma, má gera ráð fyrir, að ef þessi 90% takmörkun yrði sett, þá gæti það orðið til að skapa erfiðleika við samninga, sem ekki er fullgengið frá, um lánið. Ég vildi mega vænta þess, að þessir tveir hv. þm. athuguðu vel fyrir 3. umr., hvort þeir geta ekki fallið frá brtt., og er ég að sjálfsögðu reiðubúinn að gefa allar upplýsingar.