27.12.1939
Neðri deild: 94. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í B-deild Alþingistíðinda. (974)

97. mál, hitaveita Reykjavíkur

*Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Ég þarf að vísu fátt eitt að segja út af ræðu hv. þm. V.-Húnv., þar sem hæstv. fjmrh. hefir tekið það fram, sem mestu máli skiptir, en þó vildi ég aðeins taka það fram út af orðum hv. þm. V.Húnv. um að aðvaranir mínar væru æðióákveðnar, að ég benti einmitt á það, að samþykkt slíkrar till. gæti orðið til að tefla framkvæmd málsins í tvísýnu. Þetta álít ég ekki lítið atriði. Og þó ég hafi enga heimild til að segja um það f. h. hinna dönsku samningsaðila, hvernig þeir liti á þetta, þá hefi ég fulla ástæðu til að ætla, að þarna sé lagt í hættu, sem gæti orðið til að torvelda framkvæmd málsins. Af þessum ástæðum vildi ég láta þessa aðvörun mína koma fram. Fleira þarf ég ekki að segja, en vísa að öðru leyti til ræðu hæstv. fjmrh.