27.12.1939
Neðri deild: 94. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í B-deild Alþingistíðinda. (977)

97. mál, hitaveita Reykjavíkur

*Fjmrh. (Jakob Möller) :

Af því að hv. þm. V.-Húnv. lét þau orð falla, að Alþ. væri að sjálfsögðu ekki bundið við samninga, sem ríkisstj. gerði, í hverju smáatriði, þá vil ég vekja athygli hv. þm. á því, að það var eftir fyrirmælum þingsins, sem ríkisstj. tók þátt í þessum samningum. Það er beinlínis áskilið í l. um hitaveituna, að ríkisstj. skuli taka þátt í samningum um lán til fyrirtækisins, og eingöngu vegna þessa tók ríkisstj. þátt í samningunum. Og það liggur í hlutarins eðli, að þegar þingið gefur ríkisstj. slíka umboð, þá er þingið siðferðilega bundið við þá samninga, sem hún gerir.