27.12.1939
Neðri deild: 94. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 401 í B-deild Alþingistíðinda. (979)

97. mál, hitaveita Reykjavíkur

*Pétur Halldórsson:

Þar sem það hefir komið fram í umr., að breyt. hafi verið gerðar á þessu frv. í Ed., þá vildi ég upplýsa það, að þær breyt., sem þar voru gerðar, voru til þess að færa frv. aftur til samræmis við það, sem bæjarstjórn Reykjavíkur hafði samið um við lánveitendur og verktaka. Ríkisstj. hafði gert nokkrar breyt. á frv., en þar sem bæjarstj. hafði samið um þetta þannig, að lagafrv. var eitt atriði samningsins, og þær breyt., sem ríkisstj. vildi gera, voru ekki í samræmi við okkar samninga, þá var frv. breytt affur í hið upprunalega form. Ef einhverjar breyt. yrðu samþ., sem ekki hefir verið samið um af hálfu bæjarstj., þá er það víst og öruggt, að það mætti heita brot á samningum. Ég vil þess vegna mæla mjög gegn því, að nokkrar breyt. verði gerðar á frv.