11.04.1940
Efri deild: 32. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 443 í B-deild Alþingistíðinda. (1062)

41. mál, íþróttasjóður

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Frv. þetta hefir hlotið merkilega meðferð í þinginu; það var borið fram sem stórfelld löggjöf, þar sem svo var til ætlazt, að íþróttasjóði, sem stofnaður var á síðasta þingi, yrði tryggður stórfelldur tekjustofn með gjaldi af áfengi og tóbaki, en þetta var fellt úr frv. í hv. Nd., og tilraun til þess að koma öðru álíka inn í frv. á eftir var líka slegin niður. Um þetta atriði var ekkert rætt í fjhn., og því hefi ég ekkert umboð frá henni til þess að ræða það hér. Af hinu upphaflega frv. stendur því eftir aðeins óverulegur hluti, en það er um veðmálastarfsemi fyrir íþróttasjóð, sem engin reynsla er fengin fyrir, en flestir munu víst búast við frekar óverulegum tekjum af. Fjhn. sá ekki ástæðu til að leggja á móti þessu, og það m. a. af því, að gott væri að hafa þessi lög, ef hugkvæmdamönnum gæti dottið í hug að auka einhverju við, sem að gagni mætti verða fyrir þennan sjóð. N. leggur því til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.