01.04.1940
Efri deild: 26. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í B-deild Alþingistíðinda. (1113)

94. mál, útflutningur á kjöti

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti! Ég var ekki við, þegar þetta mál var til 1. umr., og gat því ekki fylgt því úr hlaði. Frv. er gamall kunningi hér í d. Lög um þetta efni voru sett fyrst 1933, er norsku samningarnir voru gerðir, og hafa síðan verið framlengd á hverju ári. Með þeim er óheimilt að selja kjöt til Noregs og Englands nema með leyfi ráðuneytisins, en það úthlutar slíkum leyfum í hlutfalli við útflutning hvers eins áður en takmarkanir þær á sölum til Noregs eftir norsku samningunum og til Englands eftir Ottava-samningunum voru gerðar. Lögin eru því til þess að tryggja það, að réttur allra til útflutnings minnki ekki eða haldist að réttri tiltölu við útflutning þeirra áður.