11.04.1940
Neðri deild: 33. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 486 í B-deild Alþingistíðinda. (1187)

48. mál, eftirlit með sveitarfélögum

Skúli Guðmundsson:

Mér þykja einkennileg ummæli hv. þm. Snæf. um brtt. minn, og lítur út fyrir, að hann misskilji hana. Ég hefi ekki borið fram brtt. við 24. gr., sem hann var að vitna í og taldi vera nægilega takmarkaða. Ég vék að vísu að henni, en aðallega talaði ég um 36. gr., og við hana er brtt. mín. Sú gr. er þannig orðuð, að mér virðist, að í henni felist takmarkalaus heimild fyrir stj. til hverra þeirra ráðstafana, sem hún telur rétt að gera. Þar er henni gefin heimild til að greiða úr jöfnunarsjóði eftir því sem henni þykir nauðsyn bera til, og jafnvel úr ríkissjóði ef henni þykir rétt. Það er þessi ótakmarkaða heimild, sem ég tel ekki rétt að sé í l. Ég tel, eins og ég hefi vikið að áður, að fullnægjandi sé að heimila að veita 100 þús. kr. úr jöfnunarsjóði bæjar- og sveitarfélaga árlega í þessu skyni, en ef það nægir ekki, þá eigi að leita til Alþ. í hvert sinn um heimild til frekari fjárframlaga. Ég tel því sjálfsagt fyrir hv. d. að samþ. mína brtt., eins og hæstv. félmrh. hefir lýst yfir fyrir sitt leyti, að hann geti fallizt á. Ég sé enga ástæðu til þess fyrir hv. d. að veita hæstv. ríkisstj. meiri heimild en hún æskir sjálf eftir.