15.04.1940
Efri deild: 35. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 488 í B-deild Alþingistíðinda. (1193)

48. mál, eftirlit með sveitarfélögum

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Þetta frv. hefir tekið nokkrum breyt. í Nd. Allshn. þessarar d. hefir yfirfarið þessar breyt. og orðið ásátt um að fallast á þær, án þess að gera nokkrar viðaukatill. Þetta eru aðallega orðabreyt., en hinsvegar mjög litlar efnisbreyt. Það er aðeins ein gr., það er 29. gr., sem maður getur sagt, að sé nokkur efnisbreyt. gerð á. Í gr. voru ákvæði um það, að ríkisstj. gæti tekið sveitarfélag undir eftirlit vegna annara skulda en þeirra, sem ríkið bar ábyrgð á, en í frv. eins og það kom frá Nd. er þessu breytt. á þann hátt, að ríkisstj. geti því aðeins gripið fram í um stjórn sveitarfélaga, að um ábyrgðir ríkissjóðs sé að ræða og vanskil á þeim. Þetta er sú eina efnisbreyt., sem Nd. gerði á frv.

N. mælir með því, að frv. verði samþ. eins og það liggur nú fyrir.