02.04.1940
Neðri deild: 28. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 538 í B-deild Alþingistíðinda. (1292)

40. mál, alþýðutryggingar

*Haraldur Guðmundsson:

Ég skal játa, að það er rétt, sem hv. síðasti ræðum. sagði, að um nokkra sérstöðu er að ræða, þar sem landsbankal. eru eldri en tryggingarl. En samt er það mín skoðun, að það sé ákaflega óréttlátt, að starfsmenu Landsbankans verði undanþegnir þessum gjöldum. Öll þau fyrirtæki, sem stofnað hafa eftirlaunasjóði, hafa gert það að skilyrði, er þau hafa ráðið til sín starfsmenn, að þeir gerðust meðlimir í sjóðnum og greiddu iðgjöldin. Þessir menn hafa því gengizt undir að greiða þessi gjöld. Því fer mjög fjarri, að hér sé verið að fara illa með starfsmenn bankanna, þó að þeim séu lagðar sömu skyldur á herðar og öðrum landsmönnum.