02.04.1940
Neðri deild: 28. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 544 í B-deild Alþingistíðinda. (1317)

97. mál, loðdýrarækt og loðdýralánadeild

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Af því að ekkert var talað fyrir þessu máli við 1. umr., vil ég geta þess, að allar þessar breyt. miða að því, að eftirlit með því að loðdýr sleppi ekki úr vörzlu, verði aukið, og að reynt verði að fanga þau dýr, sem úr vörzlu sleppa. Ég kann betur við að gefa þessa skýringu áður en málið fer lengra, án þess að ég ætli mér að hafa fleiri orð um þetta.