15.04.1940
Efri deild: 35. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 553 í B-deild Alþingistíðinda. (1376)

104. mál, hafnargerð á Raufarhöfn

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég skal ekki hafa langa framsögu fyrir þessu frv. Það er flutt af hv. sjútvn. Nd. og gerir ráð fyrir þeim breyt. á gildandi l. um hafnargerð á Raufarhöfn, að fjárveiting ríkisins til þessa verks verði hækkuð og um leið hækkuð upphæð sú, sem ríkissjóði er heimilt að ábyrgjast fyrir hafnarsjóð Raufarhafnar. Ýtarleg rannsókn hefir sýnt, að hin fyrirhugaða fjárhæð, sem l. gera ráð fyrir, nægir ekki, en hv. Alþ. er kunnugt, hversu nauðsynlegt er, vegna stækkunar síldarverksmiðjunnar, að framkvæmdar séu þær hafnarbætur, sem ráð er fyrir gert. Þarf ég ekki að útskýra þetta fyrir hv. d. Vona ég, að frv. fái greiðan gang gengum hv. d.