04.03.1940
Neðri deild: 9. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í B-deild Alþingistíðinda. (142)

20. mál, atvinna við siglingar

Frsm. (Bergur Jónsson):

Með þessu frv. er farið fram á að staðfesta bráðabirgðal., sem gefin voru út 12. jan. þ. á. um breyt. á l. um atvinnu við siglingar. Í þessum l. er atv.- og samgmrn. heimilað að veita undanþágu frá, að faglærðir menn skuli gegna undirvélstjórastarfi á íslenzkum gufuskipum á tímabilinu 1. júní til 31. okt. ár hvert, en með bráðabirgðal. er ráðuneytinu heimilað að veita þessa heimild hvenær sem er á árinu, þar sem það hafði sýnt sig, að ekki væri nóg af faglærðum mönnum til þessa starfs. N. hefir nú athugað þetta frv. og leggur til, að það verði samþ.