26.03.1940
Efri deild: 21. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 574 í B-deild Alþingistíðinda. (1442)

77. mál, ríkisútgáfa námsbóka

*Frsm. (Jónas Jónsson):

Þetta frv. er flutt að tilhlutun kennslumálastj., og n. hefir ekki haft mikil afskipti af því.

Viðvíkjandi því, sem hv. 5. landsk. sagði um hækkunina á þessu gjaldi, þá vil ég taka það fram, að það hefir talizt nauðsynlegt að hækka það vegna dýrtíðarinnar, og hefði þetta frv. ekki verið flutt, þá hefði afleiðingin orðið sú, að fjmrh. hefði orðið að takmarka þessa upphæð, og hefði þá ekki náðst sá árangur, sem upphaflega var ætlazt til.

En ég fyrir mitt leyti skal gjarnan reyna að tala við forstöðumann prentsmiðjunnar, sem hefir prentað bækurnar, og vita, hvort hann álítur nokkra möguleika á því að færa útgáfukostnaðinn niður. Þær upplýsingar skal ég svo koma með við 3. umr. En ég tel ástæðuna fyrir þessum aukna kostnaði við útgáfu bókanna vera dýtíðina.