06.03.1940
Neðri deild: 11. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í B-deild Alþingistíðinda. (145)

20. mál, atvinna við siglingar

Skúli Guðmundsson:

Með bráðabirgðaákvæði í l. um breyt. á l. um atvinnu við siglingar, sem afgr. var á þingi 1938, var ríkisstj. falið að láta fram fara endurskoðun á þessum l. og kveðja til þess fulltrúa bæði frá sjómönnum og útgerðarmönnum. Þessi endurskoðun fór fram á árinu 1938, og fyrrv. ríkisstjórn sendi Alþ. í þingbyrjun 1939 frumvörp frá bæði meiri hl. og minni hl. þessarar mþn. En þau voru ekki tekin til flutnings á því þingi af sjútvn.

Þegar þetta frv., sem hér liggur fyrir, var til meðferðar í sjútvn., þá vakti ég athygli á því, að fyrir n. lægju frumvörp um víðtækar breyt. á þessum l. En samkomulag varð ekki um það í n. að taka þau til flutnings nú að þessu sinni. En jafnvel þó svo færi í þetta sinn, þá tel ég, að eigi verði hjá því komizt áður en langt um líður að taka þessi nál. til athugunar og meðferðar á Alþ.

Ég vildi aðeins láta þetta koma fram í umr. um þetta frv., að ég teldi, að það þyrfti áður en langt líður að gera frekari breyt. á þessum l.