07.03.1940
Neðri deild: 12. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 592 í B-deild Alþingistíðinda. (1513)

47. mál, eignarnámsheimild á nokkrum löndum o. fl.

*Bjarni Ásgeirsson:

Það var aðeins út af síðustu orðum hv. 6. landsk., sem ég stóð upp. Þetta mál lá á sínum tíma fyrir landbn., og ég átti sæti í þeirri n. Ég álít, að allt annað hafi legið til grundvallar fyrir því, að gr. var orðuð þannig, en hv. 6. landsk. vildi vera láta, og ég vil taka það fram við þessa umr. Ég man ekki, hvað um þetta hefir áður verið sagt hér á Alþ., en samkv. því orðalagi, sem er í l., virðist hér aðeins vera um afnotarétt að ræða. En hér á Alþ. stendur maður móti manni og minni á móti minni, þegar um þetta mál er að ræða. Vegna þess að hv. 6. landsk. var að tala um þingvilja fyrir þessu máli, vil ég láta minn skilning á því koma fram, og hann er alveg þvert á móti því, sem hv. 6. landsk. þm. hélt fram.