15.04.1940
Efri deild: 35. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 595 í B-deild Alþingistíðinda. (1530)

47. mál, eignarnámsheimild á nokkrum löndum o. fl.

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Frv., sem hér liggur fyrir, fer fram á breyt. á l. frá 1936 um, að taka mætti eignarnámi og selja Hafnarfirði nokkur lönd í Gullbringusýslu. Það, sem farið er fram á að breyta, er 3. liður 2. gr. þessara 1., en þar er svo ákveðið, að þegar búið sé að taka eignarnámi þessar jarðir, þá skuli afhenda Hafnarfjarðarkaupstað þær, þannig að hann fái fullnægt þörfum sínum fyrir upphitun og ræktun, en Gullbringusýsla átti að fá beitiland jarðanna. Það hefir orðið örugleikum bundið að framkvæma þessi skipti eftir 2. gr., og er það orsök þess, að þetta frv. er borið fram. Það hefir farið fram mat á þessum jörðum. Ennfremur hefir náðst samkomulag um það milli Gullbringusýslu og Hafnarfjarðarkaupstaðar að haga skiptingu afréttarlandsins eins og tiltekið er í skiptagerð matsnefndarinnar, sem prentuð er sem fylgiskjal á þskj. 63. Eftir frv. eins og það kom frá Nd. voru Hafnarfjarðarkaupstað afhent öll námuréttindi þessara jarða og öll hitaréttindi. við athugun fannst n., að ríkið ætti að eiga námuréttindin, enda verður ekki séð, að Hafnarfjörður hafi neitt við þau að gera. Ennfremur viljum við láta Hafnarfjörð fá hitaréttindin strax, en með þeirri skuldbindingu, að hann láti ríkinu aftur í té þau hitaréttindi, sem það kynni að þurfa á að halda síðar. Ég skal geta þess, að nú sem stendur munu námuréttindin vera leigð til 20 ára og hlunnindin, bjargið og rekinn, til 10 ára. Mér er ókunnugt um, hvað langt er eftir af þessum leigutíma, en vitanlega fær Hafnarfjörður ekki afnotarétt af þessum hlunnindum fyrr en sá leigutími er útrunninn, þótt hann hinsvegar öðlist eignarréttinn strax og geti tekið í sínar hendur afgjaldið eftir hlunnindin, og sömuleiðis ríkið eftir námuréttindin.

N. leggur til, að frv. verði samþ. með þessum breyt., og ég vænti þess. að frv. sé þannig úr garði gert, að það þurfi ekkert lengur að vera því til fyrirstöðu, að Hafnarfjarðarkaupstaður geti tekið þessi lönd í sínar hendur og notfært sér þau, ef hann sér sér það fært.