13.03.1940
Neðri deild: 16. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 617 í B-deild Alþingistíðinda. (1575)

65. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Thor Thors):

Eins og undanfarin ár hafa allshn. borizt nokkrar umsóknir um íslenzkan ríkisborgararétt frá erlendum mönnum, sem búsettir hafa verið hér á landi um skeið. Með l. um ríkisborgararétt, sem sett voru á Alþ. árið 1935, voru ákveðnar reglur fyrir því, hvenær útlendir menn mættu hljóta íslenzkan ríkisborgararétt, og þau fyrirmæli er að finna í 4. gr. þessara l. Allshn. telur rétt og sjálfsagt að halda sér að öllu leyti við þær reglur, sem Alþ. eitt sinn hefir sett sér, og fyrir þá sök tekur hún ekki til greina umsóknir frá öðrum en þeim, sem uppfylla öll skilyrði þessara l. Að þessu sinni hafa allshn. borizt umsóknir frá tveim mönnum, sem fara fram á að fá íslenzkan ríkisborgararétt, og uppfylla þeir öll skilyrði l., og væntir allshn. því, að þetta frv. fái greiðan framgang hér í d.