22.04.1940
Efri deild: 46. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 664 í B-deild Alþingistíðinda. (1700)

46. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Ég vil alveg taka undir orð hv. 1. þm. Reykv. viðvíkjandi fyrirspurn hv. 10. landsk. Ég taldi, að ríkisstj. yrði á sínum tíma að skera úr því, hvernig skilja beri orð frv. þessa, ef að lögum verður, og vildi því ekki f. h. n. gefa neina ákveðna túlkun á þeim. Þó að reynt væri að slá einhverju föstu um það í umr., hefði það ekkert gildi. Frá mínu sjónarmiði get ég látið í ljós, að mér finnst skófatnaður aðeins geta átt við tilbúna skó, en byggingarefni við hverskonar efni, sem ætlað er til bygginga. Annað er tilbúin vara, hitt efni til að smíða og byggja úr, hvaða efni sem þar geta komið til greina.